Saga Loloi Rugs

 

‘Loloi hannar frumlegustu teppi í heiminum’

 

Loloi er í dag einn stærsti teppaframleiðandi í Bandaríkjunum.

Fyrirtækið Loloi var stofnað fyrir 13 árum og hafði í fyrstu á að skipa fjórum starfsmönnum í lítilli skrifstofu í Dallas. Í handraðanum hafði það stórkostlega viðskiptahugmynd, sem var að hanna einstaka vöru, teppi og púða, og með auga fyrir smáatriðum, og í nánu samstarfi við fyrsta flokks handverksmenn og iðnlistamenn gætu þeir framleitt þessa vöru.

Markmið Loloi var ekki að verða eitt af mörgum teppaframleiðendum, hvað þá að verða stærstir. Aftur á móti settu þeir sér það markmið að verða frumkvöðlar í hönnun og handverki á einstökum teppum og púðum.

Í dag hefur Loloi á að skipa hundruðum starfsmanna, fjölmörgum verksmiðjum víðs vegar um heiminn. Framleiðsluvörur þeirra skipta þúsundum.

Loloi hefur áunnið sér traust söluaðila um allan heim auk virðingar innherja iðnaðarins, unnið fleiri verðlaun en nokkur annar teppaframleiðandi í Dallas síðasta áratuginn.

Loloi hefur ávallt haldið sig við sitt upprunalegt markmið sem er hin byltingarkennda hugmynd að framleiða “einstök teppi í heiminum”

Á 12 árum hefur Loloi byggt upp alþjóðlegan hóp hönnuða, söluaðila og iðnaðarhandverksmanna auk kaupenda sem deila þeirri ástríðu að textiliðnaðurinn er listform sem er jafn mikilvægt í innanhúshönnun og myndlist og húsgögn.


ARTS Verðlaunin er ein virtasta viðurkenning húsbúnaðariðnaðarins í Dallas og engin teppaframleiðandi hefur unnið til ARTS Verðlaunanna eins oft og Loloi Rugs frá stofnun þess árið 2004. Loloi var kosið ‘Besti Teppaframleiðandinn’ 2010, 2011, 2015, 2016. Auk þess hefur fyrirtækið hlotið tilnefningar til ARTS verðlaunanna 11 ár í röð sem 'Besti Teppaframleiðandinn.'

    

Join our mailing list